Um

Kalksalt ehf. er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir saltbætiefnafötur fyrir búfénað. Fyrirtækið er staðsett á Flateyri en sendir vöruna til bænda og dreifingaraðila um allt land.

Saltið í bætiefnafötunum kemur frá fiskverkunum. Til að halda kolefnissporinu í lágmarki er saltið sótt í fiskverkanir á Vestfjörðum. Bændur þekkja vel gæðin sem felast í salti sem hefur komist í návígi við fisk. Saltið dregur í sig prótein, vítamín og snefilefni frá fisknum sem hefur svo góð áhrif á kýr, kindur og hesta. Sérstaða kalksalts felst í þessu góða salti sem ekkert af innfluttu vörunum getur skákað.

Kalkþörungarnir sem varan dregur nafn sitt af, koma frá Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Kalk hefur góð áhrif á meltingu jórturdýra en einnig á vöxt beina, tanna, ullar og felds.

Kúabændur sem nota kalksalt hafa einnig talað um að frumutala hafi lækkað og fita og prótein hækkað hjá kúnum eftir að þeir fóru að gefa kalksalt.

Kalksaltið er steypt í melassa sem gerir það afar lystugt. Að auki eru í því selen, A vítamín, E vítamín og D3.


Vinnsla og sala á Kalksalti hófst árið 2017 og bændur hafa lýst yfir mikilli ánægju með vöruna.

Sumarið 2019 keyptu þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson fyrirtækið. Þau eru búsett á Flateyri en hafa víðtæka reynslu af bústörfum. Kalksalt ehf. er því lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að framleiða íslenska gæðavöru sem bændur um allt land geta nýtt sér.