Kalksalt - Saltsteinn fyrir jórturdýr og hesta


Framleiðsla í hágæðaflokki fyrir íslenska bændur

Vörur

Vörurnar


Íslensk gæðaframleiðsla


Kalksalt ehf. er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir saltbætiefnafötur fyrir búfénað. Fyrirtækið er staðsett á Flateyri en sendir vöruna til bænda og dreifingaraðila um allt land.

Saltið í bætiefnafötunum kemur frá fiskverkunum. Til að halda kolefnissporinu í lágmarki og sækja ekki vatnið yfir lækinn, er saltið oftar en ekki sótt í fiskverkanir á Vestfjörðum og stundum ekki lengra en 30 metra. Gamlir bændur þekkja vel gæðin sem felast í salti sem hefur komist í návígi við fisk, því saltið dregur í sig prótein, vítamín og snefilefni frá fisknum sem hefur svo góð áhrif á kýr, kindur og hesta. Sérstaða kalksalts felst í þessu góða salti sem ekkert af innfluttu vörunum getur skákað.

Kalkþörungarnir sem varan dregur nafn sitt af, koma frá Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Kalk hefur góð áhrif á vöxt beina, tanna, ullar og felds. Kúabændur sem nota kalksalt hafa einnig talað um að frumutala hafi lækkað og fita hækkað hjá kúnum eftir að þeir fóru að gefa kalksalt.

Kalksaltið er steypt í melassa sem gerir það afar lystugt. Að auki eru í því selen, A vítamín, E vítamín og D3.


Árið 2015 hóf Úlfar Önundarson, ásamt fleirum, undirbúningsvinnu að framleiðslu á Kalksalti. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga komu að verkefninu. Þar má nefna Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfirðinga, Efnagreiningu ehf., Matís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Vinnsla og sala á Kalksalti hófst árið 2017 og bændur hafa lýst yfir mikilli ánægju með vöruna.

Sumarið 2019 keyptu þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson fyrirtækið af Úlfari. Þau eru búsett á Flateyri en hafa víðtæka reynslu af bústörfum. Kalksalt ehf. er því lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að framleiða íslenska gæðavöru sem bændur um allt land geta nýtt sér.

Sölustaðir

SölustaðirÍslensk framleiðsla

Framleiðsla í hágæðaflokki fyrir bændur á Íslandi.

Íslensk þróun

Sérhannað með íslenskan búfénað í huga.

Hollt og gott

Stútfullt af þeim bætiefnum og vítamínum sem búfénaður þarfnast.

Hvað er í Kalksalti?


Kalkþörungur
Kalsíum 32% min.
Magnesíum 2.2% min.
Sódíum (ICP) 1% max.
Fosfór 0.05% max.
Aska: (S.I 200 1984, 5500C) 95% min.
Raki: (S.I200 1984, Ofnþurkað 1050C) 5% max.
Salt
Natríum 362 mg/g
Kalíum 0,330 mg/g
Magnesíum 0,16 mg/g
Kalsíum 0,82 mg/g
Fosfór 0,85 mg/g
Súlföt 0,141 mg/g

Vertu í sambandi!


Viltu vita meira? Það er frábært! Endilega hringdu eða sendu tölvupóst og haft verður samband eins fljótt og hægt er.


Framleiðandi:

Kalksalt ehf
Hafnarbakka
425 Flateyri

Starfsstöð H100